Fréttir

Við erum áfram í Dominos deildinni!

Körfubolti | 17.03.2013
Þetta var snilld og kærar þakkir drengir!!!
Þetta var snilld og kærar þakkir drengir!!!

Okkur tókst að halda okkur í deildinni þrátt fyrir erfiðan vetur og hefur það ekki tekist frá því að við vorum í efstu deild 2003-04. Það má því segja að fólkið sem kom á Jakann í kvöld hafi fagnað ógurlega í leikslok. Lokatölur gegn KR 89-84.

 

Strákarnir komu gríðarlega stemmdir til leiks og tóku fyrsta leikhtutann 35-20 og stuðningmenn okkar í feykilegu stuði og fögnðu hverri körfu eins og hún væri sú síðasta. En drengirnir úr vesturbænum komu heldur betur til baka í öðrum leikhluta og tóku þann 13-26 og smá skeifa farinn að sjást á fólki og farið að tala um að nú kæmi slæmi kaflinn enn og aftur og staðan í hálfleik 48-46. En þá mættu strákarnir pkkar með "colgate" bros og töffaraskap og þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik voru gestir okkar ekki komir á blað en við á 12-0 hlaupum og voru menn að tala um að KRingar hefðu farið í te og ristabraup í hálfleik?. Staðan þegar síðasti leikhluti þessa tímabils 72-60 og við í fínum málum.

 

KR fór samt að herða tökin og sóttu smá saman að okkar forustu og á tíma var farið að örla fyrir uppgjöf á áhorfendabekkjunum því fólk að upplifa slæm andartök sem komu í vetur á síðustu mínútum sumra leikja þar sem við glutruðum niður leikjum, en þá tóku Damier og Mirko við leikstjórn og settu gríðarlega mikilvægar körfur, vörnin hélt og mikilvæg fráköst og fott stopp í vörn komu á mikilvægum augnablikum og taugar héldu loksins og fleyinu silgt í höfn og fólk á Jakanum trylltist í leikslok enda sæti í Dominos deildinni tryggt þar sem önnur úrslit urðu okkur hagstæð

 

Það er því ljóst að KFÍ fer að undirbúa sig fyrir næsta vetur á stóra sviðinu og er það frábært fyrir félagið okkar, bæjarfélagið og ekki síst körfuna í landinu.

 

Damier var enn og aftur stórkostlegur setti 33 stig, (19/20 á línunni), 6 fráköst og 7 stoðsendingar.

Mirko var verkstjórinn sem hélt öllum við efnið setti 24 stig og tók 11 fráköst.

Tyrone sem hefur heldur betur vaxið var með 14 stig, 10 fráköst og 5 varin skot.

Kristján Pétur var með 8 stig og 8 fraköst og var traustur í vörninni.

Jón Hrafn hefur átt við meiðsli að stríða en setti þau í poka á meðan hann gaf sig allan í leikinn setti 4 stig tók 5 fráköst.

Hlynur setti 4 stig og Gummi 2 og eiga þessir strákar eftir að verða mikilvægir í hlekk KFÍ ásamt Leó, Óskari, Björgvin, Nonna, Gaut, Stebba og yngri drengjunum og skilaboð okkar til þeirra er að nýta sumarið með Jóni Oddssyni til hins ítrasta ! Án þessara drengja værum við ekki uppi. Það er ekki alltaf hægt að horfa á stig þegar menn eru mældir að verðleikum. Það væri fátækt um að litast ef ekki væri svona karakterar hér sem leggja allt á sig fyrir KFÍ á æfingum og ferðalögum með liðinu.

 

Sem sagt við erum í sælu eftir kvöldið og viljum þakka þeim fjölmörgu sem komu á Jakann í kvöld. Þetta væri ekkert gaman án ykkar og stuðningsaðila okkar. Einnig má eki gleyma sjúkraþjálfararteymi okkar þeim Atla, Tomma og Óla. Án þeirra væri liðið allt á lista sjúkra!

 

Sigur kvöldsins er síðan tileinkaður stjórn og starfsfólki KFÍ sem gefur allt og biður um ekkert í staðinn.

 

Áfram KFÍ

Deila