Fréttir

Viðtal: Tómas Holton og Finnur Jónsson

Körfubolti | 04.02.2012
Tómas Holton og Finnur Jónsson
Tómas Holton og Finnur Jónsson

Félagarnir Tómas Holton landsliðsþjálfari U16 og Finnur Jónsson aðstoðarþjálfari hans voru að sjálfsögðu að fylgjast með leikjunum í dag.  Fréttari greip þá glóðvolga í stutt viðtal og Tómas varð fyrri til svars.  

Það er alltaf gaman að horfa á fjöllliðamót hjá yngri flokkunum.  Ég mæli með því að allir meistaraflokksmenn mæti reglulega á þessi mót svo þeir gleymi því ekki hvernig er að spila körfuboltaleik á fullum krafti allan tímann.  Yngri flokka leikmenn eru oft meira bara á stund og stað að gefa sig alla í augnablik leiksins. Það er þessi kjarni sem góðir leikmenn eiga að varðveita.  Mig langar alltaf til þess að fara að spila aftur þegar ég hef horft á leiki í svona móti, þegar ég svo stend aftur á fætur að leik loknum, man ég af hverju ég hætti á sínum tíma.  

Ástæðan fyrir því að við erum hérna, er að við erum að velja landsliðshóp fyrir komandi verkefni.  Vorum með æfingabúðir í desember 2011 og nú erum við að fylgjast með stúlkunum spila með liðunum sínum.  Ég get fullyrt að miklar framfarir hafi orðið í kvennakörfunni frá því í gamla daga (þegar ég var að spila) og verður gaman að taka þátt í næstu skrefum á þessum vettvangi.

Deila