Fréttir

Viðtal við Gaua á karfan.is

Körfubolti | 08.03.2010
Gaui .Þ í viðtali
Gaui .Þ í viðtali

Hér er viðtal sem var á karfan.is s.l. föstudag og birtum við það hér fyrir okkar lesendur;

Ísfirðingar mæta í Þorlákshöfn í kvöld og leika þar gegn heimamönnum í Þór í 1. deild karla. KFÍ tryggði sér á dögunum sæti í Iceland Express deild karla á næstu leiktíð en liðið á samt tvo leiki eftir í deildarkeppni 1. deildar, gegn Þór í kvöld og svo á heimavelli gegn Ármenningum í síðustu umferð. Karfan.is setti í samband við Hr. Körfubolta á Ísafirði en sá er betur þekktur sem Guðjón Þorsteinsson en hann á von á því að Haukar komi með KFÍ upp í úrvalsdeild.

KFÍ leikur í úrvalsdeild á næstu leiktíð, hverjir telur þú að komi upp með KFÍ eftir úrslitakeppnina í 1. deild?
Ég tel að það verði Haukar sem komi upp með okkur í KFÍ. Fyrir utan smá slys hjá þeim, þá eru þeir að mínu mati tilbúnir í verkefnið með góða leikmenn, frábæra umgjörð og góða stjórn. En þetta er engan veginn komið. Valur og Þór eru með lið sem geta hirt þetta af þeim ef þeir svo mikið sem blikka, þannig að nú ríður á að þeir séu klárir. Ég ætla þó ekki að taka neitt af Þór, Skallagrím né Val. Þeir hafa verið að spila nokkuð vel í vetur, en minn tíkall er á Hauka.

Þarf KFÍ að styrkja sig mikið fyrir úrvalsdeildina á næstu leiktíð? Ef svo, hvernig verður það gert?
Ég tel að KFÍ þurfi ekki að styrkja sig mikið fyrir átökin næsta vetur. Við erum með góðan hóp í dag og ef við höldum þessum sem fyrir eru þá erum við að tala um einn tvo stráka, og lesa greinilega ,,helst íslenska" en ef ekki þá er vegabrefið ekkert heilagt. Það er þó eins og alltaf yfirlýst stefna okkar að vera með sem flesta íslenska stráka og að fá Almar, Atla og Hlyn núna í seinni hlutann var frábært. Kannski eru menn að fatta að það er ekki slæmt að koma til Ísafjarðarbæjar. Hér er fallegt, góð aðstaða og frábært fólk og er ég búinn að segja þetta núna í þrjátíu ár hehe :)

Síðustu verur KFÍ í efstu deild, hvað þið ætlið að gera betur núna?
Við erum að koma í IE deildina núna á allt öðrum forsendum en síðast. Það þjóðfélag sem við búum í kallar á mikið aðhald og mjög vönduð vinnubrögð. Fjárhagsáætlanir eru biblía hvers íþróttafélags og henni verður að fylgja. En þó að við búum við kröpp kjör hér sem og aðrir á landinu, þá kallar þetta bara á meiri handavinnu og sú vinna drepur engan. Ég tel að fólk þurfi alltaf að hafa eitthvað til að kætast yfir og hér í Ísafjarðarbæ erum við með góð íþróttafélög og góða samstöðu. Ef við byrjum vinnuna í gær þá er ég ekkert hræddur við framtíðina hjá KFÍ. Það er mjög sterk heild sem er búin að koma okkur upp og þessi heild er ákveðin í að gera betur í dag en ég gær!

Heimild karfan.is 

Deila