Fréttir

,,að koma saman er upphafið"

Körfubolti | 17.11.2012
Svona byrjar þetta og svo höldum við saman
Svona byrjar þetta og svo höldum við saman

Það er og hefur verið lenska hér á landi að vera alltaf kominn á leik hjá sínu liði þegar vel gengur, en þegar verr gengur þá týnist fólk í burtu og fer að finna að öllu. Það er óhjákvæmilega skemmtilegra þegar vel gengur og gaman að því þegar sigrar koma í hús, en það er mikilvægast að styðja við bakið á sínu liði þegar gengið er ekki jafn gott, þá þurfa menn á hjálp að halda.

 

Íþróttafólk okkar leggur gríðarlega mikið á sig til þess að æfa og keppa fyrir sitt félag og það á að vera okkar að vera á bak við okkar fólk hvernig sem gengur. Það er marg sannað að stuðningfólk hefur mikið að segja um gengi liða og betri bakhjarl er varla hægt að hugsa sér en þann sem kallar inn á völlinn ,,koma svo" og ,,áfram KFÍ".

 

Okkar félag hefur fengið að finna fyrir misjöfnu gengi í vetur og því miður er það svo í lottói leikmanna þá koma upp atvik sem verða til þess að breytinga er þörf. Það hafa mörg önnur lið þurft að skipta úr mönnum og það varð KFÍ að gera og þetta gerir engin að gamni sínu, enda bæði kostnaðarsamt og óskemmtilegt. Við misstum einnig einn okkar drengja í erfið veikindi í hans fjölskyldu og sem félag sem rekur stefnu sem er fjölskylduvæn þá stöndum við á bak við hann algjörlega í hans málum og eigum von á honum aftur þegar hans mál eru útkljáð heima fyrir. Þeir hinir tveir sem urðu frá að hverfa frá KFÍ voru einfaldlega ekki að skila sínu hlutverki og er það miður.

 

Nú höfum við fengið þá Tyrone Bradshaw og Damier Pitts í þeirra stað auk þess sem Hlynur Hreinsson er kominn aftur. Ungu strákarnir hafa verið að stíga upp og er þar til dæmis hægt að benda á Stefán Diego sem heldur betur vann sig inn í liðið en meiddist illa og er á batavegi, Guðmundur Guðmundsson sem einnig var að finna sig, en meiddist einnig. Óskar Kristjánsson er að koma sterkari til leiks og svo erum við með pattana Hauk og Hákon klára.

 

Það segir sig sjálft að það tekur tíma að búa til lið og við fengum því miður ekki tækifæri til þess að undirbúa lið okkar sem skildi í haust vegna anna þjálfara okkar með landsliðinu. Nú kjósum við að horfa á verkefni vertrarins sem hálfleik. það eru einungis fjögur stig sem skilja að lið í fimmta sæti og það ellefta og er því allt opið í þessu móti. Þarna eru lið sem "ættu" að vera mikið mun ofar en við, en samt eru þau í botnbaráttu ? Svona er boltinn. Misjafnt er gengi liða og væntingar og árangur haldast ekki alltaf í hendur. En lið gefast ekkert upp, enda er það auðvelda leiðin út.

 

Það sem félag okkar vantar er að jákvætt fylgi og að jákvæður stuðningur komi frá fólki. Við þurfum að berjast í þessu saman og saman tökum við sigrum og tapi.  Þetta er langhlaup og stigin eru talinn í mars og það er langt í þann mánuð.

 

Komum til leiks í framhaldinu og sýnum strákunum okkar hvatningu. Það er allt of auðvelt að vera neikvæður og það er enn auðveldara að finna blóraböggla og hafa allt á hornum sér. En jákvæðni er leiðin til árangurs.

 

Áfram KFÍ.

 

 

Deila