Fréttir

Að loknu Fylkismóti

Sund | 28.08.2010 Fyrsta minningarmót um Fylkir Ágústsson er nú lokið.
Það er óhætt að segja að allt hafi tekist með miklu prýði og allir hafi staðið sig með sóma.
Mikil gleði, léttleiki og ánægja einkenndi þetta mót þar sem allir voru staðráðnir í því að skemmta sér og öðrum.
Þátttakendur voru af öllum stærðum og gerðum sem setti skemmtilegan svip á mótið.

Kvöldvakan var einnig mjög vel heppnuð og var gaman að hittast og fá innsýn í gamla sund-tíma.
Eru öllum færðar bestu þakkir fyrir þeirra framlag.

Foreldrar hafa staðið vaktina þessa helgina og viljum við þakka þeim kærlega fyrir þeirra framlag á þessu móti hvort sem það var bakstur, tímataka eða jafnvel sundkeppni :o)

Aðstandendum Fylkis þökkum við kærlega fyrir samvinnuna og samveruna og vonumst til að geta fundið þessu móti fastann stað í mótahaldi félagsins.

Benni mun svo setja inn úrslitin von bráðar.

.....og að lokum minnum við á vörutalninguna kl 18 í dag í Bónus fyrir utanlandsfara.

Stjórn og þjálfarar Vestra Deila