Fréttir

Æfingabúðir á Blönduósi

Sund | 26.09.2010 Við minnum á að nú fer hver að verða síðastur að skrá sig til þátttöku á æfingabúðir á Blönduósi.
Æfingabúðirnar eru fyrir alla 10 ára og eldri. Þetta er kjörið tækifæri til að efla liðsandann, kynnast krökkum úr öðrum sundliðum og hafa það svolítið gaman.

Einnig auglýsum við eftir fararstjórum í ferðina. Þeir sem hafa áhuga á slíku eru vinsamlegast beðnir um að láta sem allra allra fyrst, annaðhvort til Þuríðar (8944211) eða Benna (6902303).

Það er mikilvægt að hlutirnir gangi hratt fyrir sig því við höfum aðeins nokkra daga til stefnu.

Kv
Stjórn Vestra Deila