Fréttir

Æfingabúðir á Blönduósi

Sund | 27.09.2010 Nú þegar enn eru að týnast inn skráningar á Blönduós er ekki hægt að setja inn endanlegan kostnað.

Kostnaður á mat og gistingu er 7800kr fyrir helgina. Flestir krakkar hafa unnið sér inn punkta fyrir fjáraflanir og kemur það til niðurgreiðslu í ferðina.

Enn vantar fararstjóra í ferðina en án þeirra verður ekki fært að fara í ferðina. Fararstjórar þurfa ekki að sjá um mat í þessari ferð.

Til að lækka kostnaðinn enn frekar óskum við eftir bílstjóra sem hefur leyfi til að keyra rútu.

Kv
Stjórn Vestra Deila