Fréttir

Æfingabúðir að Laugum

Sund | 30.09.2009 Nú fer að styttast í að farið verði í æfingabúðir að Laugum í Sælingsdal en þær verða 16-18. október.
Vestri hefur farið í slíkar ferðir nokkrum sinnum áður og hafa þær gefist mjög vel.
Við munum æfa með félögum okkar úr Grindavík og Breiðablik og því er þetta spennandi og skemmtilegur kostur fyrir krakkana þar sem að þau kynnast öðrum sundkrökkum og þjálfurum.
Ferðin er ætluð fyrir 10-14. ára börn, en ákveðið hefur verið að þau börn sem eldri eru og hafa áhuga á að fara með, eru velkomin.

Við munum halda fund í næstu viku til að kynna ferðina nánar.
Við auglýsum hér með eftir fararstjórum í ferðina, hversu marga við þurfum er ekki komið á hreint en það veltur á fjölda barna sem fara. Áhugasamir geta haft samband við Þuríði á netfangið turidurkatrin@hotmail.com Deila