Fréttir

Æfingabúðir að Laugum

Sund | 07.10.2009 Sæl öll

Nú fer að líða að æfingaferð 10-14. ára barna að Laugum í Sælingsdal. Með í för verða Breiðablik, Grindavík og Borgarnes.
Við munum fara á föstudeginum 16. okt og koma til baka á sunnudeginum 18. okt. Enn vantar okkur fararstjóra og þeir sem hafa áhuga hafið samband við Þuríði í síma 894-4211.
Undanfarin ár hefur Breiðablik verið með yfirkokk á sínum snærum og fararstjórar úr öðrum félögum hafa lagt kokknum lið í eldhúsinu eftir því sem við á. Nú bregður hins vegar svo við að kokkurinn þeirra kemst ekki með í þetta sinn, því leitum við eftir yfirkokk úr okkar hópi. Þannig að ef einhver hefur brennandi áhuga á slíku starfi getur sá hinn sami haft samband einnig við Þuríði, ekki væri verra ef viðkomandi hefði einhverja reynslu af slíkum störfum.

Fundur verður haldinn með foreldrum þeirra barna sem ætla sér að fara í ferðina næstkomandi Mánudag kl 1930 í Skólagötunni. Þar verður farið yfir ferðatilhögun og helstu mál sem snerta ferðina.
Vonumst til að sjá sem flesta. Deila