Fréttir

Æfingabúðir í Grindavík 23.-25. Apríl 2010.

Sund | 19.04.2010

Ferðatilhögun:

Lagt verður af stað frá Samkaupsplaninu á föstudagsmorgun kl 0800. Mæting í síðasta lagi kl 0745. Áætlað er að borða hádegismat í Búðardal. Gott væri að krakkarnir hefðu með sér eitthvað að borða í rútunni fram að því.

 

Áætlað er að síðustu æfingu ljúki kl 1400 á sunnudeginum og lagt verður af stað heim í kjölfarið. Kvöldmatur verður í Búðardal á leiðinni heim. Vestri mun sjá um nesti í rútunni á heimleiðinni.

 

Kostnaður:

Kostnaður við þessa ferð er 10.000kr og hafa börnin nú þegar greitt helminginn af þeim kostnaði. Í þessari upphæð er innifalið eftirfarandi:

Rúta báðar leiðir

Gisting

Matur:

Kvöldmatur á föstudegi og laugardegi, morgunmatur á laugardegi og sunnudegi og hádegismatur á laugardegi og sunnudegi. Sem og ávextir, brauðmeti og kvöldkaffi allan tímann.

Hádegismatur á föstudegi og kvöldmatur á sunnudegi í Búðardal.

Einnig kostnaður við fararstjóra.

 

Greitt skal inn á reikning:

5000kr

reikningsnúmer:

0556-26-282

kennitala:
430392-2399

 

Dagskrá:

Krökkunum verður skipt í 5. hópa og munu þeir rúlla, þessir elstu (2. hópar) verða á 2ja tíma æfingum, hinir 60-90 mín, hléið á milli æfinga verður því, 7-10 klst.  Yfir nóttina verður bara keyrt á elstu krakkana og hugsanlega skipt niður í smærri einingar, þ.e.a.s færri ofaní laug í einu. Það þarf engum að kvíða fyrir æfingunum því reynt verður að hafa þetta bara létt og skemmtilegt, mikið um tæknivinnu og sundtengda leiki.

 

 

 

Afþreying:

Saltfisksetrið er opið fyrir krakkana alla helgina og einnig er unglingadeild björgunarsveitarinnar er að skipuleggja uppákomu (sigling,ratleikur eða e-ð slíkt) farið verður í 2 hópum í það Fyrri hópurinn fer kl 10:00 á laugardaginn en seinni hópurinn fer kl 13:00.

Áætlað er að hafa bíósýningar bæði föstudag og laugardag í skólastofum og verða tvær myndir sýndar.

 

Búnaður:

Krakkarnir þurfa að hafa með sér allan almennan sundfatnað til æfinga.

3-4 handklæði

Dýnu

Sæng/svefnpoka

Fatnað til útivistar s.s. strigaskó, regngalla og gúmmískó/stígvél(ef rignir), húfu, vettlinga og slíkt.

Íþróttafatnað s.s. strigaskó og léttan fatnað.

Öll þau tæki sem að börnin taka með sér s.s. símar, i-podar og jafnvel tölvur (sem ætti jafnvel að skilja eftir heima) taka þau með á eigin ábyrgð.

 

Fararstjórar:

Fararstjórar í þessari ferð verða þær

Gyða Jónsdóttir S: 822-3161

Ragna Ágústsdóttir S: 865-5710

Enn er samt pláss fyrir einn fararstjóra í viðbót þannig að ef einhver hefur áhuga á að fara í þessa ferð þá endilega hafið samband við Rögnu í síma 865-5710

 

Þjálfarar:

Þjálfarar í þessari ferð verða þau

Benni S: 690-2303

(Margrét S: 867-7745) að öllum líkindum

 

 

Að lokum viljum við minna á að gos- og nammibann er í öllum ferðum Vestra og biðjum við foreldra og börn að virða þá reglu.

 

Deila