Fréttir

Æfingar að hefjast

Sund | 31.07.2009

Kæra sundfólk.


Nú fer sumarfríið að styttast í annan endann en vitiði hvað, haustið verður alveg hreint frábært. Ég hef ákveðið að byrja með æfingar föstudaginn 7. ágúst og munum við fara varlega af stað í útiþreki, hjól/hlaup/styrktaræfingar/leikir. Bláir og silfurhópur verða saman og mæta kl 16:00-17:00. Gullhópur mætir svo kl 17:-18:30. Allir krakkar eiga að mæta í góðum skóm í fyrsta tíma því við munum fara í stutta fjallgöngu.

Munum við reyna að komast í laug um eða eftir miðjan mánuð en einblínum þess í stað á þrek og styrktaræfingar fyrst um sinn.

Það er afar mikilvægt að krakkarnir mæti strax frá fyrsta tíma og verði með frá upphafi af heilum hug, það skilar sér.

Við skulum öll einsetja okkur það að hafa gaman í vetur og æfa vel.


Æfingarnar verða alla virka daga hjá báðum hópum og læt ég svo gullhóp sérstaklega vita þegar ég bæti inn laugardagsæfingunum.


Kv, Benni

Deila