Fréttir

Búningamál Vestra

Sund | 14.07.2011 Eins og foreldrar vita hafa ekki verið keyptir keppnisbúningar fyrir krakkana í nokkurn tíma og flestir vaxnir upp úr sínum búningum.
Það er ekki hægt að fá eins föt og við vorum með frá Jako, þess vegna fögnum við því nú að HSV er að fara af stað með eins búninga fyrir öll félögin og hvetjum við Vestrapúka til að taka þátt og fá sér búning.
Í framhaldi af þessu ákvað stjórnin að huga að því að panta bakkaföt fyrir krakkana í Hummel, þá er verið að hugsa um föt frá Hummel eins og Hsv búningarnir eru, í Vestrabláum lit.
Það sem um ræðir eru stuttbuxur, stuttermabolur og fótboltasokkar, það er hægt að fara í Legg og Skel og fá að sjá hvað er verið að tala um.
Það hefur líka komið til umræðu að fá tilboð í keppnistöskur eins fyrir alla til að hafa á mótum, ekkert ákveðið í því.
Vestri er komin með einn öruggan styrktaraðila til búningakaupa sem myndi setja logo á fötin.
Við munum leyfa ykkur foreldrar góðir að fylgjast með þessum málum hér á síðunni.
kv. Stjórn Vestra Deila