Fréttir

Fararstjórar fyrir Gullmót KR!

Sund | 21.01.2015

Sæl öll.


Nú þurfum við að smala saman farastjórum sem vilja fá þann mikla heiður að fylgja Vestrapúkunum okkar á Gullmót KR.

Um er að ræða eitt af skemmtilegustu mótum vetrarins þar sem að Sunddeild KR leggur sig alla fram við að gera mótið sem veglegast. Á Gullmótinu er hin geisivinsæla keppni KR Superchallange ásamt kvöldvöku.

Mótið fer fram í hinni glæstu Laugardalslaug og verður gist í Laugarlækjaskóla sem er ekki nema spölkorn frá keppnislauginni.
Mótið fer fram helgina 13. - 15. febrúar og eru aðeins örfá fararstjórasæti í boði, fyrstir koma fyrstir fá! Þeir sem vilja ekki láta þessa skemmtun framhjá sér fara eru beðnir að hafa samband sem fyrst og staðfesta þátttöku sína sem farastjóra á Gullmótið annað hvort til mín, Páls Janusar, eða til Pom.
Deila