Fréttir

Félagsfundur VESTRA 15. september 2009

Sund | 09.09.2009 Þriðjudaginn 15.sept nk. verður haldinn félagsfundur Vestra í Skólagötunni kl 20. Þar verður farið yfir starfið í vetur og umræður. Á fundinum verður einnig farið yfir komandi Vestfjarðameistaramót og skipulagningu á því. Jafnframt hefur Þuríður Katrín Vilmundardóttir boðið fram krafta sína sem formaður Vestra og er því formannskosning á dagskrá. Stjórnin hvetur alla til að mæta og kynna sér starfið í vetur. Stjórn Vestra leggur mikið upp úr góðu samstarfi við foreldra og telur það vera hornstein þess að starf félagsins gangi sem best verður á kosið. Dagskrá: -Vestfjarðarmót -Dagskrá vetrarins kynnt -Fjáraflanir -Þrif á Skólagötu -Hugmyndir að foreldraráði -Reglur varðandi staðfestingargjald -Formannskosning -Önnur mál Deila