Fréttir

Fréttir af ÍM-25

Sund | 21.11.2009 Þá eru komnar fyrstu fréttir af ÍM-25.
Ferðalagið gekk vel og allir voru hressir. Frést hefur sunnan heiða að mjög líklegt sé að nýr borðtennis-meistari verði krýndur í þessari ferð. Í kjölfarið hefur Jón Páll ákveðið að það hafi verið stór mistök að hleypa Kalla í fararstjóra-hlutverkið þar sem að hann virðist vera mjög líklegur til þess að hafa af honum borðtennis-meistaratitillinn!! Stefnt er að einvígi þeirra á milli á Ísafirði fyrir jól.

En að öllu gamni slepptu þá hefur mótið gengið vel og í gær syntu þær Martha, Herdís, Elena og Anna María í úrslitum í 4x50m skriðsundi.

Í dag er svo haldið áfram og hófst fjorði hluti mótsins nú í morgun.
Við munum halda áfram að setja inn fréttir af krökkunum okkar um helgina og sendum þeim góðar kveðjur suður.


Deila