Fréttir

Fréttir af ÍM-25

Sund | 22.11.2009
Vel gékk í morgun í flestum sundum hjá okkar fólki. Herdís synti 50m skrið
á 30:23 sem dugði henni ekki inní úrslit en Elena Dís átti stórgott sund
og synti á 28:43 og varð 8. inní úrslit og mun keppa til úrslita
seinnipartinn í dag. Aníta synti 50m bringu á 39:23 og er ég sáttur við
frammistöðu hennar, Martha synti á 38:33 og hafnaði í 9. sæti. Herdís
synti 50m bringu á 40:42 og Anna María synti á 37:23 sem dugði henni í 7.
sætið og mun hún synda til úrslita í dag. Elena Dís synti svo 100m flug á
tímanum 1:14:68 sem er bæting hjá henni.Martha synti svo 200m baksund á
2:42:36 sem er töluvert frá hennar tíma. Stelpurnar stóðu sig ekki
nægilega vel í 4x100m skrið og greinilega ekki með hugann við þetta,
Herdís var að vísu ekki langt frá sínu en hinar 3. voru langt frá sínu
besta eða 3-6 sek. Strákarnir stóðu sig hinsvegar mjög vel, Páll (1:00:14)
Daníel (1:12:24) Þórir (1:10:23) og Guðmundur (1:04:63).

Fylgist öll með úrslitunum sem hefjast kl 16:00.
Deila