Fréttir

Fundargerð foreldrafundar frá 15.01.2015

Sund | 21.01.2015

Fundargerð foreldrafundar Sundfélagsins Vestra sem haldinn var í kjallara Sundhallarinnar þann 15.01.2015 kl.19:00

 

Nýr yfirþjálfari kynntur, Páll Janus Þórðarson, og hann segir örlítið frá sjálfum sér.

Farið yfir komandi tímabil og hvað er á döfinni. 
Þær fjáraflanir sem hafa verið settar niður eru eftirfarndi:

23. jan - Kökubasar

4. feb - Dósasöfnun

1 . mar - Kökulína

4. apr - Pákseggjahappdrætti
Fyrirhugað er að halda mataþonsund sem fjáröflun en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um það.

Þau mót sem hefur verið ákveðið að reyna að stefna á eru eftirfarandi:

30. jan Sprettsundsmót Vestra - Ísafirði

13. - 15. feb - Gullmót KR - Laugardalslaug

21.-22. mars - Actavismót SH - Ásvallalaug

10.-12. apr - ÍM 50 lágmarkamót - Laugadalslaug

16.-17.maí - Vormót Breiðablik - Kópavogslaug

25.-28.jún - AMÍ/UMÍ lágmarkamót - Ekki ákveðið

Fyrirhugað hefur verið að halda Vestfjarðameistaramót en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um stað- og dagsetningu.

 

Kynntar voru nýjungar í starfi:

Vinavika: 1. - 7. hvers mánaðar verður vinavika og mega þá iðkenndur bjóða með sér vinum á æfingar án endurgjalds.

Foreldravika: 8. - 14. hvers mánaðar verður foreldravika og er þá foreldrum boðið að fylgjast með sundæfingum af bakkanum.

Reglulegar skemmtanir eru ekki enn komnar á dagskrá en í bígerð er að halda regluleg skemmtikvöld/skemmtidaga handa hvorum hóp fyrir sig og í sameiningu. Má þar nefna sem dæmi vídjókvöld, útivistar- og leikjadaga og skemmtimót.

Ánægjukönnun sem verður lögð fyrir iðkenndur og foreldra í byrjun febrúar þar sem farið verður í gegnum spurningar eins og hvort krökkunum þykir of margar/fáar æfingar, hvort foreldrum þyki betra að fara á sundmót á einum árstíma frekar en örðum og hvort foreldrar séu tilbúnir að taka að sér hlutverk innan félagsins við t.d. að skipuleggja skemmtanir fyrir krakkana.

 

Opnað var fyrir spurningar þeirra sem mættir voru.

Skapaðist umræða um fjáraflanir og komu upp nokkrar góðar hugmyndir eins og regluleg sala á varningi.

Einnig var lögð fram spurningu fyrir þjálfara og stjórn hvort möguleiki væri að fá að fara stundum fyrr á sundmót til að æfa í lengri laug og var tekið vel undir þá hugmynd en hún gæti verið dýr í framkvæmd og því hugsanlega ekki framkvæmanleg á hverju móti.

 

Fundi var slitið um kl.20:00.

Deila