Fréttir

Fundur hjá sundmönnum Gullhóps og foreldra

Sund | 17.12.2008

Ég ætla að halda fund með öllum sundmönnum í Gullhóp ásamt foreldrum/forráðamönnum n.k laugardag kl 10:15, eða strax eftir sundæfingu, að Skólagötu 10.

Ég ætla að kynna fyrir ykkur æfinga og keppnisplan næsta árs. Ég hef tekið ákvörðun um að auka æfingaálagið töluvert og því mikilsvert að allir séu meðvitaðir um hvert ég vil stefna, bæði foreldrar og sundmenn.

Ég mun svo eiga einkafund með hverjum og einum sundmanni á mánudeginum frá kl 16:00-20:00 .Á fundinum á laugardaginn mun liggja fyrir listi þar sem krakkarnir geta skrifað sig á vissa tíma. Hver fundur verður 15 mín. þar sem ég mun ræða við hvern sundmann um væntingar hans og á hvaða forsendum hann hyggst æfa á, svo það sé á hreinu.
Það hafa allir rétt á að æfa sund. Ég mun svo aðstoða sundmanninn við að setja sér markmið til framtíðar, á hans eða hennar forsendum.

Kv, Benni

Deila