Fréttir

Gullmóti lokið

Sund | 16.02.2009 Þá erum við komin heim í sæluna. Ég hef ávallt reynt að skrifa inn á heimasíðuna hvernig gengur á mótum og þess háttar en þar sem mér reyndist ómögulegt að komast í netsamband gat ég ekki komið því við.

Mótið var mjög skemmtilegt og gríðarlega sterkt og stórt í sniðum. 45 keppendur komu frá danmörku sem gerði mótið enn meira spennandi. Spennan náði sennilega hámarki á ,,super challence´´ á laugardagskvöldinu þar sem 8 bestu kepptu til úrslita í 50m flugsundi frá undanrásunum á föstudeginum. Við áttum 2. keppendur þar þær Ástrósu Þóru  Valsdóttur og Elenu Dís Víðsidóttur sem stóðu sig með sóma og syntu  á glæsilegum tímum og enduðu i 4 og 7 sæti. Gríðarleg spenna myndaðist með ljósasjóvi, tónlist og látum og minnti helst á úrslitaleik í NBA körfuboltanum.

Elena Dís og Hreinn Róbert Jónsson fengu sitthvor bronsverðlaunin, Elena fyrir 100m skriðsund og Hreinn Róbert fyrir 50m skriðsund. Stór hluti hópsins var að synda í fyrsta skipti í 50m laug og einhverjir að keppa í fyrsta skipti á sundmóti. Á heildina litið stóðu krakkarnir sig vel en auðvitað hentar 50m laug sundmönnum misjafnlega, einhverjum ágætlega en öðrum ílla en stökkið er stórt úr 16m laug í 50m laug en þetta fer allt í reynslubankann.

Deila