Fréttir

ÍM-25

Sund | 06.11.2009 Nú styttist óðum í að Gull-hópur fari á ÍM-25. Það verður 19-22. nóvember í laugardalnum. Við erum búin að panta gistingu á farfuglaheimilinu í Laugardal og er það einkar hentugt því að það er svo stutt í laugina.

Okkur vantar fararstjóra í þessa ferð. Við munum fara með um 11 krakka og eru þetta allt krakkar sem eru þrælvön á mótum og vita nákvæmlega hvað þau eiga að gera. Því felst vinna fararstjór fyrst og fremst í því að hafa til mat fyrir krakkana og ávexti og drykki á bakkanum. Þessar ferðir hafa reynst vera einkar skemmtilegar enda eru krakkarnir okkar góður félagsskapur.
Eins og áður sagði eru þetta bara krakkar í Gull-hóp því óska ég eftir að foreldrar barna í þeim hóp skoði nú dagatalið sitt og athugi hvort að þeir hafi ekki lausan tíma. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Benna eða Þuríði.

Nánari upplýsingar varðandi ferðatilhögun eru ekki ljósar að þessu sinni en munu koma inn um leið og þær eru tilbúnar. Deila