Fréttir

ÍRB-mót

Sund | 07.05.2010 Sæl Öll

Nú styttist í ÍRB-mót og er þátttakan mjög góð. Vestri hefur farið á þetta mót nú í nokkur ár, það er afar vel skipulagt og hefur iðulega verið góð stemning í þessum ferðum, þannig að það er til mikils að hlakka.

Foreldrafundur fyrir ferðina verður á mánudaginn kl 1900 í Skólagötunni.

Við óskum eftir fararstjórum í ferðina, en enginn hefur boðið sig fram ennþá. Miðað við fjölda barna sem hafa skráð sig þá þurfum við 3. fararstjóra í ferðina. Ef hins vegar við náum ekki að lokka  til okkar fararstjóra í tæka tíð gætum við þurft að blása ferðina af. En vonandi rætist úr málunum.

Nokkrir eiga ennþá eftir að greiða staðfestingargjaldið sem er 5000kr og bið ég ykkur um að leggja það sem fyrst inn á:

reikningsnúmer:

0556-26-282
kennitala:
430392-2399KV
Stjórn Vestra
Deila