Fréttir

ÍRB-mót

Sund | 11.05.2010 Sæl Öll

Þá eru línur farnar að skýrast varðandi ÍRB-mótið.

Farið verður með 35 manna rútu og 7 manna bíl og munum leggja af stað kl 1200 á föstudag, mæting í síðasta lagi kl 1145 við samkaups-planið.
Lagt verður af stað heim strax að móti loknu á sunnudaginn og áætlum heimkoma verður seinnipart sunnudagskvölds.
Krakkarnir þurfa að hafa með sér nesti í rútuna á leiðinni suður.

Enginn frá Vestra er að keppa á föstudeginum þannig að við stefnum bara á það að ná í kvöldmat í Keflavík kl 1900.

Krakkarnir þurfa að hafa með sér dýnur og svefnpoka/sæng og verður gist í skólastofum nú eins og áður.
3-4 handklæði
Sundföt, sundgleraugu og sundhettu
Bakkaföt, stuttbuxur, bol og innskó (þetta er innilaug og getur orðið ansi heitt á bakkanum)
Auka föt.
Tannbursta og aðrar nauðsynlegar hreinlætisvörur

Öll rafmagnastæki eins og i-pod og farsíma hafa krakkarnir með sér á eigin ábyrgð.

Ekki er ætlast til þess að krakkarnir hafi með sér vasapening og minnum við á að allar ferðir á vegum Vestra er gos- og nammilaus.
Hins vegar reynum við að ljúka góðri ferð á því að fá okkur ís einhversstaðar á leiðinni eins og svo oft áður og er það í boði Vestra.

Fararstjórar í ferðinni verða:
Jónas apótekari
Svavar Þór og
Borce pabbi hennar Martinu.

Mjög gott væri að fá eina konu með hópnum líka og ef einhver mamman er heit þá biðjum við hana um að hafa samband sem fyrst við Þuríði í síma 894-4211

Benni og Margrét fara sem þjálfarar.

Kostnaður við ferðina er 11500kr og greiðist það inn á:

reikningsnúmer:
0556-26-282
kennitala:
430392-2399

Þeir sem voru búnir að greiða staðfestingargjaldið greiða þá 6500kr en hinir greiða 11500kr

Ef einhverjar spurningar vakna hjá foreldrum um ferðina þá er alltaf hægt að hafa samband og fá upplýsingar hjá Þuríði í síma 894-4211

Ég vil einnig benda á síðu mótsins hjá ÍRB-ingum en hún er:
http://keflavik.is/Sund/spmot2010/

Deila