Fréttir

ÍRB-mótið

Sund | 02.05.2010 Nú fer að styttast í ÍRB-mótið sem verður í Keflavík helgina 14.-16. maí.
Vestri hefur farið undanfarin ár á þetta mót og hefur það tekist einkar vel.
Skipulagningin á mótinu og í kringum mótið hefur verið til fyrirmyndar.
Við höfum gist í skóla við hliðina á lauginni ásamt öðrum liðum og hefur ÍRB-fólk eldað ofaní mannskapinn.

Þetta er heilmikil reynsla fyrir krakkana að taka þátt í móti sem þessu, en eldri krakkarnir keppa í 50m laug en þau yngri í 25m laug.
Nokkuð mörg lið senda þátttakendur á mótið.

Þar sem skráningarfrestur á mótið rennur út þann 6. maí biðjum við alla þá sem hafa hug á að fara á mótið að láta vita um þátttöku í allra allra síðasta lagi 5. maí. Þann 6. maí þurfa allar skráningar að vera á hreinu og greiða þarf félagið að ganga frá skráningagreiðslum til ÍRB, því biðjum við foreldra að taka tillit til þess.

Í ferðina vantar fararstjóra og geta áhugasamir haft samband við Siggu Sigþórs eða Benna.

Farið verður með rútu á föstudagsmorgun og komið heim aftur á sunnudagskvöld.

Nánari upplýsingar koma á næstu dögum en við bendum á heimasíðu ÍRB
http://keflavik.is/Sund/spmot2010/

Þar má finna ýmsar upplýsingar varðandi mótið. Deila