Fréttir

ÍRB mót

Sund | 11.05.2011 Sæl Öll

Þá eru línur farnar að skýrast varðandi ÍRB-mótið.

Farið verður með rútu og munum leggja af stað kl 10 á föstudag, mæting í síðasta lagi kl 9:45 við samkaups-planið.
Það verður stoppað í Búðardal á leiðinni suður og borðað einnig bætast þar 10. bekkingar í hópinn, gott er að þau hafi eitthvað nesti með sér líka.
Enginn frá Vestra er að keppa á föstudeginum þannig að við stefnum bara á að ná í kvöldmat í Keflavík kl 1900.

Lagt verður af stað heim strax að móti loknu á sunnudaginn og áætluð heimkoma verður seint á sunnudagskvöld, frekari fréttir af heimkomu verða settar á síðuna.
Á heimleið er áætlað að borða í Borganesi.

Krakkarnir þurfa að hafa með sér dýnur og svefnpoka/sæng og verður gist í skólastofum nú eins og áður.
3-4 handklæði
Sundföt, sundgleraugu, sundhettu og vatnsbrúsa á bakkann.
Bakkaföt, stuttbuxur, bol og innskó (þetta er innilaug og getur orðið ansi heitt á bakkanum)
Auka föt.
Tannbursta og aðrar nauðsynlegar hreinlætisvörur

Öll rafmagnastæki eins og i-pod og farsíma hafa krakkarnir með sér á eigin ábyrgð.

Ekki er ætlast til þess að krakkarnir hafi með sér vasapening og minnum við á að allar ferðir á vegum Vestra er gos- og nammilausar.
Hins vegar reynum við að ljúka góðri ferð á því að fá okkur ís einhversstaðar á leiðinni eins og svo oft áður og er það í boði Vestra.

Fararstjórar í ferðinni verða:
Ragna Ágústsdóttir simi:8655710 begin_of_the_skype_highlighting            8655710      end_of_the_skype_highlighting
begin_of_the_skype_highlighting
end_of_the_skype_highlighti
Daniel Jakobsson sími: 8206827 begin_of_the_skype_highlighting            8206827      end_of_the_skype_highlighting
Til aðstoðar á bakkanum yfir daginn er Gunna Baldurs. sími: 8621845 begin_of_the_skype_highlighting            8621845      end_of_the_skype_highlighting
Bílstjóri er Ólafur Baldursson
Þjálfarar í ferðinni eru Martin og Svala.

Kostnað ferðarinnar greiðist inn á

reikningsnúmer:
0556-26-282
kennitala:
430392-2399

og senda kvittun á mimir@internet.is

Ef einhverjar spurningar vakna hjá foreldrum um ferðina þá er alltaf hægt að hafa samband og fá upplýsingar hjá Guðbjörgu í síma   8457246  


Ég vil einnig benda á síðu mótsins hjá ÍRB-ingum en hún er:
http://www.keflavik.is/Sund/Landsbmot2011
Góða ferð og skemmtun.
Kv. Stjórn Vestra
Deila