Fréttir

Jólamót Vestra 13. des 2008

Sund | 14.12.2008 Úrslit eru komin inn en það féllu 3. Ísafjarðarmet á mótinu. Ágústa Rós setti met í 50m bringusundi (45:52) en Karlotta María (45:63) synti einnig undir gamla metinu en Ágústa var sjónarmun á undan og er alltaf gaman að sjá þær vinkonurnar etja kappi. Elena Dís setti Ísafjarðarmet í 100m skriðsundi (1.06:31) en það er aðeins 1/100 frá 20 ára gömlu Vestfjarðarmeti Ernu Jónsdóttur. Erna var æfingafélagi undirritaðs í um 10 ár og er margfaldur aldursflokka, Íslandsmeistari og Íslandsmethafi. Elena mun reyna að ná þessu meti af Ernu þann 19. des á metaregni. Ástrós Þóra setti Ísafjarðarmet í 50m baksundi ( 33:68) og synti á glæsilegum tíma og var aðeins um 20/100 frá Vestfjarðarmeti Svölu Sifjar Sigurgeirsdóttur eins allra efnilegasta baksundsmanni á Íslandi en æfði hún undir minni stjórn allt til ársins 2004.  Gaman að geta þess að þessi snjalla sundkona frá Suðureyri er á yngra ári í telpnaflokki og hefur því 1. ár til að bæta sig miklu meira og bæta tíma hjá sundkonum gullaldarliða Vestra og UMFB. Ástrós ætlar að ná þessu meti þann 19. Margar góðar bætingar litu dagsins ljós á mótinu en t.a.m átti Þórir Karlsson stórgott sund er hann synti 100m flugsund á 1:17:78 en hann er búinn að bæta sig um meira en 20 sek í haust og með þessu sundi má segja að hann hafi komist í A-flokk á landsvísu í drengjaflokki en hann er á yngra árí. Deila