Fréttir

Jólasundmót og litlu jól Vestra

Sund | 14.12.2009
Jæja kæru Vestrapúkar

Þá er komið að árlegu jólamóti Vestra. Við ætlum að hafa það
með breyttu sniði í ár og slá til veilsu í lok móts.

Mótið verður fimmtudaginn 17. desember og hefst með sýningu
hjá E-liðs púkum kl:1530 og í kjölfarið verður D-lið með sýningu
kl:1600. Að sýningu lokinni eða kl:1630 verður upphitun fyrir
Gull-, Silfur-, Bláa- og C-liðs púka og hefst skemmtimótið sjálft kl: 1700
Við viljum að sjálfsögðu sjá sem flesta á bakkanum til að
fylgjast með og hvetja krakkana.

Þegar öllum herlegheitunum er lokið munum við
þramma í félagsmiðstöðina og eiga saman góða stund og
hlusta á jólalög, drekka kakó og gæða okkur á einhverjum veitingum.
Vestri mun leggja til heitt kakó og rjóma en okkur langar til
að biðja hvert barn um að koma með eitthvað á sameiginlegt
kökuborð. Það þarf ekki að vera neitt stórfenglegt - smákökur,
skúffukaka eða eitthvað slíkt því að aðalatriðið er að hittast, vera
saman og njóta félagsskaps hvors annars svona áður en að
við förum í jólafríið.

Hlökkum til að sjá ykkur öll í jólaskapi

Kveðja
Vestri

Deila