Fréttir

Kökulína

Sund | 19.05.2010 Sæl öll

Nú erum við að fara af stað með kökulínu. Þessi fjárölfun er fyrir 10 ára og eldri.
Einhverjir hafa nú þegar fengið úthlutað götum og aðrir fá það í dag.
Ætlunin er að draga út á laugardaginn í skólagötunni kl 14 og þurfa krakkarnir að vera búin að selja fyrir þann tíma.
Því langar okkur til að biðla til ykkar kæru foreldrar um að baka fyrir kökulínuna.
Það er í ykkar höndum hvaða bakkelsi þið komið með hvort sem það er bakstur, heitt brauð eða slíkt.
Gott væri ef hver og einn gæti komið með 1-2 í pottinn og komið með í Skólagötuna fyrir kl 14 á laugardaginn.

Einnig biðjum við ykkur foreldrar að styðja við börnin og minna þau á söluna.
Þessi fjáröflun hefur gengið afskaplega vel og gefur einnig vel.

Í næstu viku eða í kringum kosningahelgina verðum við svo með álfasöluna eins og undanfarin ár. Nánari upplýsingar varðandi það þegar nær dregur

Kv
Stjórn Vestra Deila