Fréttir

Krafist er skýrari reglna

Sund | 01.01.2009 Alls voru 108 heimsmet sett í sundíþróttinni á árinu 2008 og telja sérfræðingar að nýir sundbúningar sem komu á markaðinn í byrjun ársins hafi gjörbreytt sundíþróttinni. Afrek Bandaríkjamannsins Michaels Phelps á Ólympíuleikunum í Peking stendur upp úr sem eitt mesta íþróttaafrek sögunnar. Phelps vann til 8 gullverðlauna og hann hefur unnið 14 gullverðlaun á ÓL, fleiri en nokkur annar íþróttamaður. Phelps nýtti sér nýjustu tæknina í sundbúningum á ÓL, líkt og aðrir afreksmenn í íþróttinni. Margir hafa gagnrýnt þessa þróun og setja spurningarmerki við þann árangur sem náðist í sundinu á árinu sem er að líða. Krafist er skýrari reglna. Gleðilegt nýtt ár allir Vestrapúkar, nú er nýtt ár og nýtt og betra upphaf. Deila