Fréttir

Lög Sundfélagsins Vestra

Sund | 23.03.2010
Lög Sundfélagsins Vestra

1. grein.

Félagið skal heita Sundfélagið Vestri Ísafirði.

2. grein.

Félagið á aðild að Sundsambandi Íslands í gegnum HSV.

3. grein.

Tilgangur félagsins skal vera að stuðla að eflingu sundíþróttar og styðja iðkendur á allan hátt, eftir því sem aðstaða leyfir hverju sinni.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með eftirtöldum leiðum m.a:
  • Haldið sé uppi reglubundnum æfingum fyrst og fremst í sundi og ráðinn sé til starfa sérstakur þjálfari á vegum félagsins
  • Efnt sé til keppni í sundi bæði meðal félagsmanna og við önnur félög eða félagasambönd.
  • Með þáttöku í almennum og sérstökum sundmótum.
  • Stefnt sé að því að auka innbyrðis viðkynningu félagsmanna með almennum félagsfundum.
4. grein.

Stjórn félagsins veitir mönnum inngöngu í félagið, meðlimir geta einir orðið sem ekki eru starfandi félagar annarra íþróttafélaga í sömu íþróttagrein sem félagið hefur með höndum.
Sundæfingar geta þeir einir stundað hjá félaginu sem eru löglegir félagsmenn í Sundfélaginu Vestra. Undanþága frá þeirri reglu er í höndum stjórnar hverju sinni. Sá utanfélagsmaður sem æfir hjá félaginu greiðir æfingagjöld samkvæmt samþykki stjórnar.
 
5. grein.

Stjórn félagsins skal vera í höndum framkvæmdarstjórna sem skal vera skipuð eftirfarandi:
Formanni, ritara, gjaldkera og 2 meðstjórnenda auk tveggja varamanna sem kosnir eru að aðalfundi.
Framkvæmdastjórn skal vera kosin á aðalfundi félagsins og þurfa þeir að vera fullgildir félagar.
Framkvæmdastjórn skal halda fundi eins og þarf á árinu, helst einu sinni til tvisvar í mánuði, en ekki sjaldnar en níu sinnum á árinu.
Stjórn skipti með sér verkum og skal hafa vald til að skipa í allar stöður félagsins.

6. grein.
 
Fjárhagsárið skal standa almanaksárið
Skráning félagsmanna/iðkenda skál miðast við sundárið 1. ágúst til 31. júlí.
Engum keppenda skal heimilt að keppa fyrir hönd eða undir nafni félagsins nema hafa greitt að fullu æfinga-/ og eða ársgjöld.
 
7. grein.
 
Aðalfundur félagsins skal haldinn í febrúar á hverju ári. Á dagskrá aðalfundar skal vera:
 
7.1.            Skipa skal fundarstjóra og fundarritara.
7.2.            Skýrsla formanns um liðið starfsár.
7.3.            Skýrsla gjaldkera.
7.4.            Umræður um skýrslu og afgreiðsla þeirra.
7.5.            Lesin upp fundargerð síðasta aðalfundar.
7.6.            Skýrsla þjálfara.
7.7.            Lagabreytingar.
7.8.            Ákveðin félags- og æfingargjald.
7.9.            Kosning formanns til tveggja ára í senn.
7.10.            Kosning 2 manna í stjórn til tveggja ára í stað þeirra 2 stjórnarmeðlima sem             setið hafa í 2 ár í stjórn. Hafi öll stjórnin verið kosin til starfa á sama tíma             skulu tveir stjórnarmenn kosnir til tveggja ára en hinir sitji áfram.
7.11.            Kosning tveggja varamanna í stjórn
7.12.            Önnur mál.
 
 
Aðalfundur er lögmætur ef boðað er til hans með minnst 7 daga fyrirvara með almennri auglýsingu í fjölmiðlum, vefsíðu félagsins eða með skriflegu fundarboði.
Allar kosningar á aðalfundi skulu fara fram skriflega ef stungið er upp á fleirum en kjósa skal.
Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum, utan formanns.

8.grein.
 
Lögum félagsins er ekki hægt að breyta nema á aðalfundi félagsins og ræður þá einfaldur meirihluti (+1)
Allar tillögur um breytingar á lögum félagsins skulu berast skriflega til ritara minnst 4 dögum fyrir slíkan aðalfund.
Aðeins þeir sem eru 14 ára eða eldri og eru fullgildir félagar hafa atkvæðisrétt. Aldur miðast við 31. desember.
 
9.grein.

Allir keppendur verða að vera áhugafólk í íþróttum samkvæmt skilgreindum Í.S.Í

10.grein.

Stjórnin hefur vald til að víkja úr félaginu hverjum þeim sem uppvís verður að brotum á lögum Í.S.Í, samanber dóms- og refsiákvæði Í.S.Í, 2.gr/31.05.84
Samþykkt á aðalfundi 25. apríl 2008.
Deila