Fréttir

Myndakvöld Gull-hópur

Sund | 20.10.2009

Nú er loksins loksins loksins komið að því að Tenerife-farar komi saman og rifji upp góða stemningu úr ferð sumarsins.
Við ætlum að hafa myndakvöld á miðvikudagskvöldið að lokinni æfingu. Ætlunin er að panta pizzu og er hver og einn beðinn um að koma með 700kr með sér.
Þeir sem að eiga myndir og langar að koma með er velkomið að gera það. Annars eiga fararstjórar þó-nokkuð mikið af myndum.
Vert er að taka það fram að allir meðlimir í Gull-hóp eru velkomnir ekki bara Tenerife-farar.

Miðvikudagskvöld:
Mynda og pizzu-partý
Strax að lokinni æfingu
Heima hjá Þuríði og Andreu

Kveðja frá fararstjórum
Bessa, Erla og Þuríður
og að sjálfsögðu biður Benni líka að heilsa, hann ætlar að fá að vera með.

Deila