Fréttir

Pizzapartý og Gullmót kr

Sund | 04.02.2009

Á föstudaginn verður pizzapartý hjá gullhóp og munum við fá heimsókn frá sundkrökkum frá Bolungarvík. Er þetta liður í að efla félagslíf hjá báðum félögum. Partýið verður í Skólagötu 10 og verður frá kl 18:30-20:30. Krakkarnir eiga að mæta með 600kr.

Pizzapartý blárra verður svo á laugardaginn frá kl 15:00-17:00 og munu Bolvíkingar einnig vera með okkur þá, kostnaður einnig 600kr.

Framundan er svo gullmót Kr dagana 13-15 febrúar (sjá upplýsingar á heimasíðu okkar) gott væri ef foreldrar gætu látið mig vita sem allra fyrst hvort börnin ætla að fara á þetta mót með því að hringja í mig eða senda mér sms í allra síðasta lagi á laugardag.


kv, Benni

Deila