Fréttir

Reykjavík int.

Sund | 12.01.2010 Nú er kominn endanlegur fjöldi á Reykjavík int. Þau eru:
Anna María
Elena Dís
Martha
Herdís
Guðmundur
Þórir

Víðir fararstjóri
Sigga Hreins dómari
Benni þjálfari

Farið verður á tveimur bílaleigibílum sem við höfum afnot af alla helgina.
Mæting er á Samkaupsplaninu á föstudagsmorgunin kl: 0800 og lagt af stað stuttu seinna.
Stoppað verður á leiðinni til að borða hádegismat en ekki er alveg ljóst þegar þetta er skrifað hvar það verður.
Gott væri einnig að krakkarnir tækju með sér nesti til að japla á leiðinni.
Minnum við á að nammi- og gosbindindi á að sjálfsögðu við í þessari ferð sem og öðrum á vegum Vestra.

Gist verður á farfuglaheimilinu í Laugardal sem er steinsnar frá lauginni. Við höfum til afnota tvö sex-manna herbergi.
Mælst er til að farangur sé í lágmarki svo að ekki verði of þröngt í bílunum.
Ekki þarf að hafa með dýnur einungis svefnpoka eða sæng.
Taka þarf helsta búnað með s.s. sundföt, bakkaföt og nóg af handklæðum.

Ákvörðun var tekin á fundinum í gær að fara ekki á lokahófið á sunnudagskvöldið heldur að keyra heim strax eftir mót.
Á föstudagskvöldið er hinsvegar setningarathöfn sem gaman verður að mæta á og minni ég krakkana á að hafa með sér föt við hæfi, hafi þau hug á að fara í öðru en íþróttagallanum :o)

Verðið kemur inn á allra næstunni og er miðað við að inn í þeirri upphæð sé vasapeningur sem notaður verður í skemmtun af einhverju tagi, sýnist fararstjóra og þjálfara svo.

Ef einhverjar spurningar koma upp er velkomið að hafa samband við Þuríði 894-4211

Bendi ég á dagskrá mótsins sem finna má á: http://aegir.is/ og þar er linkur hægra megin á síðunni

Að lokum segjum við góða ferð, góða skemmtun og megi öllum ganga sem best :D

Stjórn Vestra

Deila