Fréttir

Skemmtiferð blárra til Þingeyrar

Sund | 10.03.2009

 

N.k föstudag mun blái hópurinn ( sem og börn fædd 1996 úr gullhóp) fara í skemmtiferð til Þingeyrar. Munum við leggja af stað frá sundhöllinni kl 17:30 og þurfa því foreldrar að sameinast um að skutla. Við munum svo áætla heimkomu um eða eftir hádegi á laugardag, en það verður allt ákveðið þegar nær dregur.


Krakkarnir þurfa að koma með dýnur og sængurföt og ég mæli með því að þau komi með hlý náttföt með sér því það getur verið hálfkalt í íþróttahúsinu en ekkert sem er ekki mönnum bjóðandi samt sem áður. Ekki gleyma sundfötum sem og innanhúss íþróttafötum.


Kostnaður við ferðina verður 2000kr á barn og innifalið er allt, þ.e.a.s kvöldmatur á Þingeyri á föstudagskvöld sem og kvöldsnakk og morgunmatur.


Jón Páll og Þuríður hafa nú þegar boðið sig fram sem fararstóra og tel ég nóg að hafa 3 fullorðna með þessum 15-20 manna hóp. Ef einhver foreldri er spenntur fyrir að gista með okkur einnig er ekkert því til fyrirstöðu og myndi ég fagna því.

 

Deila