Fréttir

Skráning á Gullmót KR

Sund | 02.02.2010 Sæl öll

Þá er að koma að því að allir þeir sem ætla sér að fara á KR-mótið þurfi að vera búnir að staðfesta.
Á morgun er 3. febrúar og er það sá dagur sem greiða á staðfestingargjald.

Ef barn ykkar hefur hug á að fara á mótið vinsamlegast staðfestið sem fyrst hjá Benna eða Þuríði.
Einnig viljum við benda á að ennþá vantar fararstjóra á mótið en það er jú forsenda þess að hægt sé að fara með hóp á þetta mót.


Við höfum áður farið á þetta mót og hefur það verið mjög skemmtilegt þar sem m.a. boðið er upp á Super challenge í lauginni á laugardagskvöldið. Super challenge er keppni efstu sundmanna og er boðið upp á mikla sýningu í kringum hana, ljósasýning, þulur og skemmtilegheit.
Bendi á slóð hjá sunddeild KR þar sem frekari upplýsingar er að finna:
http://www.kr.is/sund/gullmot_kr/

Boðið verður upp á gistingu og mat í Laugalækjaskóla sem er um 2. mínútur frá lauginni. Deila