Fréttir

Starfið framundan

Sund | 25.02.2009

 

Ákveðið hefur verið að hætta við f.h æfingaferð til Hólmavíkur. Næst á dagskrá hjá okkur er æfingaferð blárra til Þingeyrar þann 13 mars n.k og er áætlað að gista yfir nótt og hafa gaman.

Ím-50m verður svo um miðjan mars og hafa 6 sundmenn náð lágmörkum á það mót og gæti allt eins verið að það muni bætast við þann hóp.

Bikarkeppni SSÍ verður svo dagana 25-27 apríl (25m laug) og mun allur gullhópur fara á það mót.

F.h er svo minningarmót um Fylki Ágústsson um eða eftir páska hér á Ísafirði en Fylkir var alla tíð ein aðaldriffjöðurin í Ísfirsku sundlífi og væri Sundfélagið ekki það sem það er í dag nema fyrir hans stuðning og einstöku elju.

Ekki er enn komin dagsettning á Húnamótið sem hefur verið í endaðan apríl/byrjun mai.

Írb mót verður svo helgina 15-17 mai í Keflavík og stefnum við að því að fara með virkilega myndarlegan hóp á það mót og mun Margrét í það minnsta fara með silfurhóp með í þá ferð.

Svo er það Amí 27-30 júní.

 

Deila