Fréttir

Sumarfrí

Sund | 29.06.2010 Nú fer að líða undir lok sundtímabilsins og lauk þátttöku Vestra á sundmótum tímabilsins á AMÍ um helgina og það með glæsibrag. Eru því allir hópar Vestra komnir í sumarfrí.

Við vonum að allir noti fríið vel og njóti þess virkilega að vera úti í sólinni við leik og störf.

Æfingar hefjast aftur hjá Gulli og Bláum fljótlega í ágúst og þar með undirbúningur fyrir nýtt sundár. Munum við setja inn nánari tillkynningu þess efnis er nær dregur.

Stjórn Vestra vill þakka öllum iðkendum og foreldrum þeirra fyrir gott sundár og góða samvinnu með von um að við tökum á móti nýju sundári af krafti.

Kv
Stjórn Vestra

Deila