Fréttir

Sundskóli

Sund | 27.08.2015

Nú eru skráningar í sundskólann að hefjast.
ATH! Þeir sem hafa þegar skilað inn skráningu eru beðnir um að endurtaka skráninguna til staðfestingar.
Skráningar berast á netfangið sundskolivestra@gmail.com og þurfa að innihalda:

---
Nafn og kennitölu barns
Nafn og símanúmer foreldra
Hvort barnið hafi áður farið á sundnámskeið, og þá hvar og hvenær
Hvaða námskeið er óskað eftir að barnið takt þátt í
---
Í boði verða tvær tímasetningar á sundskólanum, sundskóla 1 & 2, og munu báðir sundskólarnir standa yfir í 4 vikur.

Sundskóli 1 verður tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl.15:00 - 15:40
Sundskóli 2 verður tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl.15:40 - 16:20

Sundskólarnir hefjast þriðjudaginn 8. september og verður síðasti tíminn 1. október. Eftir það verður í boði að skrá börn á frammhaldsnámkeið ef þau hafa farið á námskeið áður og verða settar inn tímasetningar fyrir þau námskeið í lok september, sú skráning mun fara framm á sama hátt í gegnum netfangið sundskolivestra@gmail.com.

Með kærri kveðju fyrir hönd sundfélagsins Vestra,
Páll Janus Þórðarson

Deila