Fréttir

Sundskóli Vestra - fyrsta námskeið.

Sund | 14.09.2015 Sæl öll.

Nú er komið á hreint hvernig Sundskólinn mun vera í vetur. Ekki komast allir að á fyrstu námskeiðin en öllum verður þó komið að sem allra fyrst. 
Fyirikomulagið mun verða eftirfarandi:
Fyrstu tvö námskeiðin (Sundskóli 1 & Sundskóli 2) verða haldin fyrir þau börn sem fædd eru 2010 og hafa ekki farið á námskeið áður. Þessi námskeið hefjast 22. sept og verður síðasti tíminn 22. okt.
Eftir þessi tvö námskeið munum við bjóða uppá annað byrjendanámskeið handa börnum fæddum 2011. Samhliða því námskeiði mun fara af stað hjá okkur framhaldsnámskeið fyrir þau börn sem eru fædd árið 2010 og hafa verið á námskeiðum áður, semsagt þau börn sem ekki komust að á námskeiðunum sem hefjast núna 22. sept. Þessi námskeið, bæði framhaldsnámskeiðið og svo byrjendanámskeiðið fyrir 2011 börnin, hefjast þriðjudaginn 27. október og standa yfir í 4 vikur, síðasti tíminn verður þá 24. nóvember. 
Ekki hafa öllum borist póstar varðandi hvaða námskeiðum þeirra barn verður á en þeirri vinnu verður lokið fyrir þriðjudaginn 15. sept. Ef ykkur hefur ekki borist tölvupóstur þá vinsamlegast sendu okkur fyrirspurn á sundskólivestra@gmail.com


Með þessu móti getum við boðið öllum þeim sem skráðu sig á námskeið að komast að fyrir áramót. Eftir áramót munum við bjóða upp á fleirir byrjenda- og framhaldsnámskeið með svipuðu móti.

Með kærri kveðju fyrir hönd Sundfélagsins Vestra,
Páll Janus Þórðarson

P.s. Ég minni á að öllum fyrirspurnum varðandi sundskólan er beint á netfangið sundskolivestra@gmail.com. Deila