Fréttir

Sundskóli að hefjast.

Sund | 18.09.2012
Sæl Öll
Við ætlum að starta sundskólanum í dag, þriðjudag.

Tímarnir í sundskóla I II og III eru á þriðjudögum kl 15:30-16:00, 16:00-16:30 og 16:30-17:00 á fimmtudögum kl 15:30-16:00, 16:00-16:30 og 16:30-17:00.
Að öllum líkindum verða þó fimmtudagstímarnir færðir til kl 16:00- 16:30, 16:30-17:00 og 17:00-17:30 í næstu viku og verða þannig framvegis.
En við munum láta vita um það í þessari viku.
 
Foreldrar þurfa að koma börnunum sínum í gegnum sturtuna og ofan í laug og taka svo á móti þeim þegar tíminn er búinn.
Foreldrar eru velkomnir að fylgjast með í fyrsta tímanum en svo er ekki æskilegt að foreldrar séu á bakkanum nema að þeim sé sérstaklega boðið.
Það hefur reynst okkur best að hafa þennan háttinn á vegna þess að krakkarnir truflast auðveldlega af foreldrum á bakkanum.
 
Hlökkum til að sjá ykkur í dag, þriðjudag.
 
Kv
Margrét Eyjólfs og
Herdís.
Deila