Fréttir

TYR-mót Ægis

Sund | 25.09.2015 Sæl öll.
 
Á næstu helgi munum við fara á TYR mót Ægis.
Áætlunin er að leggja af stað frá Ísafirði um kl.15:00 föstudaginn 2. október og komið verður til baka um kl.20:00 á sunnudeginum.
Þar sem þetta er stutt mót munum við hafa þetta hálfgerðar æfingarbúðir að auki. Farið verður á æfingu á föstudeginum í Borgarnesi á leiðinni til Reykjavíkur. Það verður stutt æfing í 25m laug og er til þess gerð að krakkarnir nái að teygja aðeins úr sér eftir bílferðina og venjast lengri laug. Á laugardeginum munum við keppa á TYR-mótinu í Laugardalslaug og gera svo eitthvað skemmtilegt saman um kvöldið.
Sunnudagurinn hefst á að fara í Ásvallarlaug í Hafnarfirði en þar er mjög stór og flott laug sem mun meðal annars hýsa Íslandsmeistaramótið í 25m laug í ár. Eftir sunnudagsæfinguna höfum við svigrúm til að gera eitthvað skemmtilegt í reykjavík áður en heim verður haldið. Áætluð heimkoma er eins og fyrr sagði kl.20:00 á sunnudeginum.
 
Skráningum þarf að skila fyrir hádegi mánudaginn 28. september annað hvort með skilaboðum á Facebook síðuna Páll Janus Þjálfari eða tölvupósti á palljanus87@gmail.com
 
Hér er viðhengi þar sem má finna greinarnar sem eru í boði. Athugið að við munum ekki keppa á föstudeginum og það eru aldurstakmarkanir á mótshlutunum á laugardeginum:
Ekki skrá sjálf ykkar börn heldur senda greinarnar á mig og þeir sem óska eftir að fá að vera fararstjórar skulu láta það fljóta með.
Endilega verið dugleg við að bjóða ykkur framm við fararstjórn, það á ekki að lenda oft á sömu aðilunum að fara með ef allir eru duglegir að bjóða sig framm.
Deila