Fréttir

Tippleikur HSV

Sund | 07.01.2009

HSV og áhugasamir tipparar ætla nú að fara aftur af stað með tippleik HSV.  Er vonast til þess að hægt sé að byrja laugardaginn 17. Janúar.  Allir áhugasamir tipparar eru beðnir að taka þátt og styrkja þá í leiðinni íþróttastarfið í Ísafjarðarbæ.  Nú þegar eru komnir í tippnefnd Júlíus Ólafsson og Guðmundur Gíslason og munum við leita eftir að fleiri geti komið að þessu.  Næstkomandi laugardag 10.janúar ætlar nefndin og aðilar frá HSV að hittast í frístundamiðstöðinni að skólagötu 10. Þar er ætlunin að allir áhugasamir komi og spjalli um tippleikinn, hvernig fyrirkomulagið á honum á að vera o.fl.   Fundurinn hefst kl 11:00.

 

Vonandi komist þið sem flest

 

með kveðju

 

fh.Tippleiks HSV

Kristján Þór Kristjánsson

Framkvæmdarstjóri

Deila