Fréttir

Tvö gull á fyrsta degi Fjölnismóts

Sund | 30.10.2009 Frábærlega gékk á fyrsta degi Fjölnismóts og náðum við að stimpla okkur rækilega inn með því að hampa tvennum gullverðlaunum, Ástrós Þóra í 50m bak og Martha í 50m bringu, báðar á mjög góðum tímum. Það kláruðu allir sín sund með sóma og bætingar hjá flestum. Mótið byrjaði á 1. mín þögn til minningar um Óla Þór og hefði mátt heyra saumnál detta. Kvöldið endaði svo stórkostlega. Við fórum í Valsheimilið og náðum síðustu 25. mín í leik KFÍ-VALUR og voru Ísfirðingar 12. stigum undir þegar við mættum. Vestrahópurinn kom sá og sigraði og gjörsamlega gerði allt vitlaust í höllinni og saman náðum við að kreista fram sætan sigur. Eftir leikinn kom allt KFÍ liðið og klappaði og þakkaði Vestra sérstaklega fyrir stuðninginn. Ég þarf ekki að lýsa gleðinni í andlitum barnanna, frá bær dagur, frábær hópur. Deila