Fréttir

Upplýsingar varðandi laugaferð

Sund | 15.10.2009 Hér koma ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi Laugaferðina okkar.

Mæting er við Samkaupsplanið kl 13:40
Brottför er kl 14:00
Allir þurfa að hafa með sér nesti í rútuna til að borða á leiðinni. Og rétt er að árétta að í þessari ferð sem og öllum ferðum á vegum Vestra er algjört nammi- og gosbann.
Við ætlum að synda fyrstu æfingu kl 18:00 á Föstudeginum. Einnig verða tvær æfingar á Laugardeginum og svo að lokum ein æfinga á Sunnudeginum.

Fararstjórar í ferðinni eru Jón Páll og Sveina, með í för verða einnig Benni og Margrét Eyjólfs.

Útbúnaður:
Börnin þurfa ekki að hafa meðferðis dýnur, þær fáum við á staðnum.
Sæng/svefnpoki og lak
Sundföt og allavega 3. handklæði
Íþróttaföt  og íþróttaskó í íþróttahúsið.
Útiföt, því mögulegt er að farið verði út í göngutúra, leiki eða e-ð slíkt.
Svo einnig allan almenna ferðaútbúnað s.s. tannbursta, snyrtivörur, auka föt o.þ.h.

Verð:
Ferðin kostar 6700kr og eru foreldrar beðnir um að leggja inn á reikning Vestra í heimabanka/banka og koma með kvittun við brottför.
Rnr: 0556-26-282
Kt: 430392-2399

Áætluð heimför er milli kl 15:00 og 16:00 á Sunnudaginn.

Og svo má ekki gleyma aðalmarkmiði ferðarinnar sem er skemmtun, gleði og ánægja ;-) jiiibbbbíííí
Deila