Fréttir

Val á íþróttamanni Ísafjarðabæjar

Sund | 19.01.2010
Sunnudaginn 24. janúar kl 16:00 verður íþróttamaður Ísafjarðabæjar útnefndur við hátíðlega athöfn. Athöfnin fer fram á 4. hæð stjórnsýsluhússins á Ísafirði og er öllum opin. Vestri hefur tilnefnt Önnu Maríu Stefánsdóttur úr sínum röðum til vals á  íþróttamanni Ísafjarðabæjar.
Stjórn og þjálfarar Vestra vilja hvetja alla sem áhuga hafa á að mæta og fylgjast með spennandi vali og heiðra frábært íþróttafólk bæjarins með nærveru sinni.

Deila