Fréttir

Vestfjarðameistaramóti lokið

Sund | 25.09.2010 Vestfjarðameistaramótinu er nú lokið að þessu sinni og er óhætt að segja að það hafi farið vel fram.

Þó nokkur met voru slegin í lauginni í dag og stóðu krakkarnir sig með miklum sóma.
Undir kvöld hittist svo allur hópurinn á sundhallarloftinu og gæddi sér á pizzum.
Að því loknu skundaði hópurinn niður í laug og sló upp sundlaugarpartýi.
Það voru léttir og kátir krakkar sem skemmtu sér í sundhöllinni og viljum við þakka skagamönnum kærlega fyrir samveruna um helgina.

Stjórn Vestra þakkar öllum þeim foreldrum sem lögðu hönd á plóg í hinum ýmsu störfum sem tengdust mótinu.

Að lokum bendum við á síðuna hans Krumma sem tók myndir á mótinu í dag.
Slóðin er http://krummi.123.is/ Deila