Fréttir

Vinavikan í gangi.

Sund | 02.02.2015 Nú er vinavikan í gangi hjá okkur og hvet ég alla til að bjóða vinum með sér á æfignu. Þetta er rétti tíminn til að komast að því hvort ekki blundi lítill Vestrapúki í mannskapnum sem er að reyna að brjóta sér leið út.
Af gefinni reynslu finnst mér rétt að minnast á að þeir sem að eru að stíga sín fyrstu skref í íþrótt eins og sundi þurfa ekki að vera hræddir við að prófa en það getur verið mjög erfitt að klára fyrstu æfingarnar. Sundíþróttrin er mjög ólík öðrum íþróttum hvað áreynslu varðar og getur tekið smá tíma að venjast því að þurfa að passa uppá öndun og þess háttar. Það eru því sérsniðnar æfingar sem henta bæði byrjendum sem lengra komnum í þessari sérstöku vinaviku okkar.

Með Vestrakveðju,
Páll Janus Þórðarson Deila