Fréttir

Vormót Breiðablik

Sund | 13.05.2015

Lagt verður af stað frá Sundhöll Ísafjarðar klukkan 16:00. Það verða ekki sundæfingar þann dag fyrir þá sem eru að fara á mótið en mæting er korteri fyrir brottför.

Það sem þarf að vera meðferðis er:
Dýna
Sæng/svefnpoki & koddi
Nesti fyrir ferðalagið (t.d. samloka og svali. Það verður borðaður kvöldmatur á leiðinni í boði Vestra.)
Sundföt/keppnis sundföt (sundgleraugu og sundhetta)
Bakkaföt (stuttbuxur, bolur og skór)
Handklæði (2-3 stk.)
Afþreying á milli mótshluta (leyfilegt er að koma með spjaldtölvur, síma og tónlistarspilara en þau tæki eru alfarið á ábyrgð eigenda).
Föt til skiptana.
Góða skapið 

Ef frekari upplýsingar vantar eða þá að foreldrar/forráðamenn vilja koma upplýsingum á framfæri er hægt að hafa samband í síma 8668609 eða tölvupóst á palljanus87@gmail.com

Kv. Páll Janus Þórðarson

Deila