Fréttir

Vormót Breiðablik

Sund | 09.05.2016

Sæl öll.

Nú líður senn að Vormóti Breiðablik, en það verður haldið helgina 21. og 22. maí.

Þetta er mót sem vakti mikla lukku hjá sundmönnunum í fyrra og vonumst við til að geta endurtekið leikinn í ár. Gist verður í skóla í göngufæri við Kópavogslaugina þar sem keppt verður í 25m innilaug.

Skráningar þurfa að verast fyrir fimtudaginn 12. maí annað hvort í tölvupósti á palljanus87@gmail.com eða með Facebook skilaboðum á síðuna Páll Janus Þjálfari.

Einnig er óskað eftir fararstjórum, áhugasamir geta haft samband með sama hætti. Ekki verður farið á mótið ef ekki fást fararstjórar.

Kv. Páll Janus Þórðarson

Deila