Fréttir

nýjar fréttir

Sund | 12.05.2014

Kæru foreldrar,

Núna fer að styttast í lok þessa tímabils og framundan er 

Sundmót Vestfjarðameistaramótið

Laugardaginn 24.maí og sunnudaginn 25.maíog í ár er það í Bolungarvík

Sunddeild Fjölnis og sunddeild Grindavíkur ætla að heimsækja okkur og vera með á mótinu sem gerir það aðeins stærra og skemmtilegra og okkur vantar alltaf foreldra til að hjálpa okkur með tímatökur

.   Þetta mót er síðasta mótið til þess að ná lágmörkum inn á AMÍ.

Fimmtudaginn 12.júní - sunnudagsins 15.júní verður AMÍ (aldursflokkameistaramót Íslands) haldið í Vatnaveröld, Keflavík.

Þetta er lágmarkamót og eins og ég tók fram þá verður Vestfjarðameistarmótið síðasti séns fyrir krakkana að ná lágmörkum inn á þetta mót. Lágmörkin eru erfið og það er alls engin skömm í því að ná ekki inn en á sama tíma rosalega sætt að ná lágmarki :)

 

ÆFINGAR:
Það æfa allir fram að AMÍ sama hvort þau nái lágmarki inn eða ekki.  Við ætlum síðan að gera e-ð skemmtilegt með krökkunum til þess að ljúka tímabilinu, annað hvort í vikunni fyrir AMÍ eða eftir AMÍ, erum ekki alveg búnar að ákveða það við Ástrós.  Látum ykkur vita þegar nær dregur.

FJÁRAFLANIR:

Við verðum með fjáröflun fyrir AMÍ í vikunni eftir Vesfj.mót, fyrir þau börn sem fara á AMÍ. 

Ætlum að vera með dósasöfnun. Sendum póst varðandi þetta strax eftir Vestfj.mót.

 Deila