Fréttir - Sund

Yfirþjálfari óskast

Sund | 07.06.2012
Sundfélagið Vestri auglýsir eftir yfirþjálfara fyrir næsta sundár eða frá 1. ágúst
upplýsingar um starfið  gefur Jón Arnar formaður á netfanginu nonni@snerpa.is.
Nánar

Hópurinn á leiðinni...

Sund | 14.05.2012 Síðustu fréttir eru þær að rútan var stödd í Bröttubrekku á leiðinni vestur. Farið var af stað samkvæmt áætlun og stoppað á Hótel Brú þar sem snæddur var morgunverður. Allt gengur vel og samkvæmt upplýsingu frá vegagerðinni þá ætti ekki að vera nein fyrirstaða, kannski smá skafrenningur en þá þarf Olli bara að píra auguna aðeins og keyra hægar :)
Nánar

ÍRB mót, óveður að tefja heimferð.

Sund | 13.05.2012 Eins og fólk hefur orðið vart við þá er frekar vont veður að ganga yfir landið þannig að ákveðið er að hópurinn gistir eina nótt í viðbót í Keflavík. Farið verður úr Keflavík í fyrramálið klukkan 07 og stefnan tekin heim á leið, en með viðkomu á Hótel Brú þar sem liðið fær sér morgunverð að hætti hússins.

Að sögn fararstjóra þá hefur allt gengið að óskum, liðið hefur bætt sig og allir að bæta tímana sína. Allir verið til fyrirmyndar eins og við var að búast hjá krökkunum. Nánar

ÍRB mót 2012

Sund | 09.05.2012 Sæl öll
Þá styttist í ÍRB mótið og allt að smella hvað varðar skipulag ferðar.

Gist verður í Holtaskóla í Keflavík sem er við hliðina á sundlauginni,við verðum í mötuneyti þar.Boðið er upp á bíó fyrir krakkana á laugardeginum
Það verður farið keyrandi suður brottför frá Samkaupsplaninu kl.13:15 mæting kl.13:00.Keyrt heim á sunnudagskvöld eftir  mótið, því lýkur kl. 18:15.
Foreldrar eru beðnir að nesta krakkana í rútuna á suðurleið við fáum kvöldmat þegar við komum til Keflavíkur.
Hópurinn telur 19 krakka.
Fararstjórar eru:
Ragna 8655710
Guðbjörg 8457246
Bílstjóri
Olli
Þjálfarar
Martin 8665047
Gunna 8621845

Það sem þarf að hafa með er:
keppnistaska m/ almennum sundmótsbúnaði (3 handklæði ca.).
Svefnpoka/sæng+dýnu, aukaföt og tannbursta.
Við minnum á að allar ferðir á vegum Vestra eru gos og nammilausar, einnig eru símar, ipotar dvdspilarar á ábyrgð barnanna og foreldra þeirra.
Við biðjum ykkur að hafa í huga að takmarkað pláss er fyrir farangur.
Sótt verður um leyfi í skólum frá kl.12:30 á fös og til kl. 10 á mánudagsmorgni.
Á heimleiðinni verður stoppað og borðað sem er innifalið í verði ferðar.
Ekki er nauðsynlegt að hafa vasapening.
Gyða sendir kostnaðinn á ykkur.
Ef eitthvað er þá hafið samband.
Kv.
Guðbjörg
8457246

Nánar

Úslit í páskamóti

Sund | 10.04.2012 Úrslitin eru komin inn undir úrslita linknum hér til vinstri. Nánar

Númer í páskaeggjahappdrætti 2012

Sund | 04.04.2012 Þá hefur verið dregið í páskaeggjahappdrætti Vestra.

Númerin eru þessi:

203 - 17 - 116 - 152 - 26
45 - 120 - 278 - 182 - 262
3 - 19 - 295 - 104 - 256
9 - 145 - 258 - 89 - 187 

Hægt er að vitja vinninga hjá Guðbjörgu Drengs
að Strandgötu 7a í Hnífsdal, sími 845-7246.

Vestri vill þakka öllum fyrir stuðninginn og óskar Ísfirðingum og gestum gleðilegra páska.   Nánar

Páskabingó

Sund | 28.03.2012 Páskabingó Vestra verður haldið laugardaginn 7. apríl í Sal Edinborgarhússins kl. 14.
Veglegir vinningar í boði.Hvetjum alla til að mæta.
Kv.
Stjórnin

Nánar

Páskamót

Sund | 28.03.2012 Páskamótið okkar verður á föstudaginn 30. mars.
Upphitun hefst kl. 15:30 og keppni 16:30.
Foreldrar hvattir til að koma og hvetja.

Stjórn Vestra Nánar

Aðalfundur

Sund | 26.03.2012
Aðalfundur Sundfélagsins Vestra verður haldinn:
Þriðjudaginn 3. Apríl 2012 kl 20:00
í Íþróttahúsinu við Torfnes.

 
Dagskrá aðalfundar:
Skýrsla formanns um liðið starfsár.
Skýrsla gjaldkera.
Umræður um skýrslu og afgreiðsla þeirra.
Lesin upp fundargerð síðasta aðalfundar.
Skýrsla þjálfara.
Lagabreytingar.
Ákveðin félags- og æfingargjald.
Kosning formanns til tveggja ára í senn.
Kosning 2 manna í stjórn til tveggja ára í stað þeirra 2 stjórnarmeðlima sem setið hafa í 2 ár í stjórn. Hafi öll stjórnin verið kosin til starfa á sama tíma skulu tveir stjórnarmenn kosnir til tveggja ára en hinir sitji áfram.
Kosning tveggja varamanna í stjórn
Önnur mál.


 
Hvetjum alla foreldra til að mæta.
Kv
Stjórn Vestra
Nánar

Dómaranámskeið

Sund | 16.02.2012 Dómaranámskeið.
Eitt af helstu verkefnum foreldra barna og unglinga sem æfa og keppa í
sundi er að taka þátt í sundmótum barnanna okkar. Flest störf á sundmótum eru
unnin af sunddómurum.
Dómgæslan er kjörin leið fyrir foreldra til að fá innsýn í sundíþróttina og
einnig gefur hún okkur ómetanlegt tækifæri til að taka þátt í því sem börnin
okkar eru að gera.
Flestir sunddómarar hætta að dæma um leið og börnin þeirra hætta að æfa
og keppa í sundi og því þarf stöðuga endurnýjun í dómarahópnum.
Í tengslum við sundmót Fjölnis sem fram fer dagana 3.-4. mars í
Laugardalslaug í Reykjavík, heldur Sundsamband Íslands dómaranámskeið í
Sundmiðstöðinni í Laugardal, Reykjavík, 2. hæð. Leiðbeinendur verða Ólafur
Baldursson og Björn Valdimarsson. Bókleg kennsla fer fram fimmtudaginn 1.
mars kl. 18-22. Verkleg kennsla verður síðan á Fjölnismótinu 3. og 4. mars.
Skráningar og fyrirspurnir sendist á Björn Valdimarsson bjorn@danfoss.is Nánar